logo
HeilsuErla
Hlaðvarp
4.þáttur. Að þjálfa upp færni til framtíðar. Sabína Steinunn Halldórsdóttir
17 / 08 /2023
deila
Með lífið í lúkunum. Hlaðvarp. Færni til framtíðar. Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Með lífið í lúkunum 4.þáttur

Sabína Steinunn Halldórsdóttir er íþrótta- og heilsufræðingur, móðir og stelpukona sem situr ekki auðum höndum. Hún heldur út síðunni Færni til framtíðar og hefur gefið út fjölmargar bækur varðandi útiveru og leikgleði.


Í þættinum sem segir Sabína okkur frá sér, sinni menntun og ástríðu fyrir hreyfifærni barna og útivist. Hún hefur óbilandi trú á náttúrunni, sem hún segir að sé bæði heilandi og heillandi. Börn sem eru mikið í náttúrunni búa við meira hreysti þegar fram í sækir.

Við förum um víðan völl í spjalli okkar og snertum aðeins á eldfimu umfæðuefni um áhrif snjalltækja á hreyfifærni og heilsu barna og unglinga.


Það sem við gerum sem börn hefur mikil áhrif á okkur í framtíðinni. Eins og þegar hús er byggt þá við viljum að grunnurinn sér sterkur og stöðugur. Því er mikilvægt að kynna útiveru og hreyfingu snemma fyrir börnum. Þá er líklegra að þau búi við betri heilsu í framtíðinni.


Ég hvet alla foreldra að fylgja Sabínu á Instagram.

Hlustið á þáttinn hér