Ef þig langar að taka stutta æfingu í sumarfríinu þá eru hér nokkrar hugmyndir að æfingum sem hægt er að gera hvar og hvenær sem er og krefjast ekki mikils búnaðar. Þær má einnig finna á Instagram og þaðan er hægt að vista þær eða deila með öðrum.
Æfingarnar eru tilvaldar til þess að gera með fjölskyldu og/eða vinum.
Hugmynd 1
Tabata er alltaf skemmtilegt. Tabata er framkvæmt þannig að við vinnum/hreyfum okkur í 20 sekúndur og hvílum í 10 sekúndur til skiptis. Hver æfing er gerð 6-8 sinnum, t.d. gerir þú sprellikarla í 20 sekúndur og hvílir í 10 sekúndur 8 sinnum og svo tekur þú mínútu í hvíld áður en þú gerir 8 umferðir af baktettum (20 sek vinna og 10 sek hvíla) og svo koll af kolli þar til allar æfingarnar hafa verið framkvæmdar.
Hugmynd 2
Þessi æfing er einföld en alls ekki auðveld. Þú þarft bara eitt sippuband og mögulega dýnu. Taktu tímann hvað þú ert lengi að framkvæma eftirfarandi:
Hugmynd 3
Ég elska æfingar þar sem endurtekningum fækkar jafnóðum. Hér framkvæmum við fyrst 10 endurtekningar af æfingunum (kviðæfingar, framstig og hernaðarbrölt*) og hlaupum svo 200m, næst framkvæmum við 9 endurtekningar af æfingunum og hlaupum svo aftur 200m, þar næst 8 endurtekningar og svo koll af kolli.
*Ein endurtekning af hernaðarbrölti er þegar þú ert í armbeygjustöðu og ferð niður á annan olnbogann og svo hinn og svo aftur upp á annan lófann og svo hinn.
Ef þú getur ekki hlaupið má skipta hlaupinu út fyrir hjól, sipp, sprellikarla, róður eða hvað sem er.
Hugmynd 4
Þessi æfing er tveggja manna æfing þar sem annar vinnur í einu og hinn hvílir. Ég einfaldlega elska að gera æfingar með félaga. Í þannig æfingum leggjum við nefnilega oft harðar að okkur en þegar við erum ein.
Klárið æfingarnar í réttri röð en það má skipta æfingum á milli eins og þið viljið, þannig að það þarf ekkert endilega að gera sama fjölda. Góða skemmtun!
Hugmynd 5
AMRAP (as many rounds/reps as possible) eru mjög góðar æfingar þar sem þú framkvæmir eins margar endurtekingar og þú getur á ákveðnum tíma eða í þessu tilviki 20 mínútum. Ef fjöldinn er skráður niður er einfalt að meta framfarir ef æfingin er endutekin síðar.
Æfingunum armbeygjum, uppsetum og hnébeygjum má einnig skipta út fyrir aðrar æfingar en halda sama fyrirkomulagi til þess að búa til fleiri útgáfur.