logo
HeilsuErla
Afhverju gerum við ekki það sem við vitum að er gott fyrir okkur?
04 / 07 /2024
deila
Heilsa, venjur, sálfræði, dópamín, skammgóður vermir, langtíma ávinningurVið veljum allt of oft skammgóður vermi yfir langtíma ávinning. Það er mjög erfitt að neita sér um eitthvað sem veldur okkur ánægju strax og losar dópamín hratt þó svo að við vitum að það hafi mögulega neikvæð áhrif á heilsu okkar.


Það er mun erfiðara að taka ákvörðun um að velja eitthvað sem hefur góð áhrif til langs tíma og losar dópamín hægar.

Þættir sem við erum mörg sek um að gera er t.d. að vaka allt of lengi, velja alltaf mat sem veitir okkur ánægju til skamms tíma en hefur heilsuspillandi áhrif, nota vímuefni, hanga í tölvunni eða símanum allt of lengi o.s.frv.


Ég efast ekki um að flesitir tengi við eitthvað af þessum atriðum, ég er sjálf sek um þetta í mat og á þá til að velja það sem veitir mér skammtímagleði. Þetta er langhlaup og eilífðarverkefni EN ef við erum meðvituð um ástæður þess afhverju við ættum heldur að velja annan kost þá er auðveldara að taka betri ákvarðanir fyrir heilsuna. Svo verður það dmám saman þannig að veljum oftar og oftar betur fyrir okkur.


Mig langar t.d. að verða hraust gamalmenni og lifa við góð lífsgæði. Mig langar líka að vera góð fyrirmynd.

Líkurnar á því að það verði að veruleika eru mun meiri ef ég vel oftar eitthvað úr græna dálkinum á myndinni og sjaldnar atriði úr þeim rauða.


Hvaða atriði vilt þú bæta inn eða taka út?