logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Byrjaðu haustið með stæl- vinnustofa!
28 / 08 /2024
deila
bætt heilsa, vinnustofa, byrjaðu haustið með stæl, heilsuerla

Heilsutengd markmiðasetning- vinnustofa og fræðsla.

Vantar þig aðstoð við að komast af stað í átt að betri heilsu en veist ekki alveg hvar þú átt að byrja? Þá er þessi vinnustofa tilvalin!

Næsta vinnustofa verður haldin í Sjúkraþjálfuninni í Sporthúsinu 11.september kl.19:30-22:00

Nýttu fræðsluna sem stökkpall af stað í þitt heilsuferðalag og byrjaðu haustið 2024 með stæl, án öfga og settu heilsuna þína í fyrsta sæti.

Vinnustofan er frábær leið til þess að átta sig á hvaða svið heilsunnar þú getur bætt og hvar þú vilt byrja.

  • Fræðsla um heildræna heilsu og markmiðasetningu, verkefnavinna og umræður.
  • Setjum okkur raunhæf markmið og gerum svo okkar eigið fjársjóðskort.
  • Lærum leiðir til þess að ,,fylla á tankinn” okkar.

Verð 10.900kr. Innifalið, notaleg kvöldstund með fræðslu og fyrirlestrum, öll gögn og smá nasl.

p.s. Skráning hér: https://forms.gle/TpTdxHNBq4Wc92uSA

og ekki hika við að senda mér póst á erla@heilsuerla.is ef þú hefur einhverja spurningar.