logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Er heilsumarkþjálfun fyrir þig?
08 / 04 /2021
deila
Erla Guðmundsdóttir, heilsumarkþjálfi og heilsuráðgjafi.

Hvað er heilsumarkþjálfun og er hún fyrir þig? Heilsumarkþjálfun snýst um þá hugmynd að heildræn nálgun sé besta leiðin til að njóta góðrar heilsu, það er að huga að heilbrigði bæði líkama og sálar, hvort sem það varðar mataræði eða annað.

Hvað er heilsumarkþjálfun?

Heilsumarkþjálfun snýst um þá hugmynd að heildræn nálgun sé besta leiðin til að njóta góðrar heilsu, það er að huga að heilbrigði bæði líkama og sálar, hvort sem það varðar mataræði eða annað.

Frumnæring og næring

Í heilsumarkþjálfun er næringu skipt í frumnæringu (primary nutrition) og mat sem næringu (secondary nutrition). Frumnæring hefur áhrif á líf okkar og heilsu og til hennar teljast t.d. svefn, hreyfing, sambönd við okkar nánustu, félagsleg samskipti, starfsframi, almenn gleði og andleg næring.

Langvarandi lausnir til frambúðar

Markmiðið með heilsumarkþjálfun er að finna langvarandi lausn og raunhæfan lífsstíl sem hentar hverjum og einum til frambúðar. Skyndilausnir og kúrar munu heyra sögunni til þegar heilsuvegferð með Erlu hefst og hér snýst verkefnið um samvinnu þar sem þið vinnið saman að því að ná heilsumarkmiðum þínum, hver sem þau eru.

Er heilsumarkþjálfun fyrir þig?

Já heilsumarkþjálfun hentar öllum sem vilja bæta heilsu sína, hvort sem það er til þess að bæta almenna heilsu, ná betri árangri í íþróttum, auka lífsgæði eða finna jafnvægi í lífinu. Heilsumarkþjálfun hjálpar þér að tileinka þér lífsstílsvenjur sem munu hafa langvarandi jákvæð áhrif á heilsu þína.

Margir þurfa leiðsögn varðandi heilsu sína þó þeir séu ekki endilega að glíma við sjúkdóma. Þá er tilvalið að leita til heilsumarkþjálfa, sérstaklega þegar það sem fólk þarfnast er stuðningur og aðstoð við að hrinda breytingum í framkvæmd.

Heilsumarkþjálfun gæti hentað þér ef eitt eða fleiri atriði eiga við þig.

Vilt þú:

 • auka lífsgæði?
 • upplifa meira „jafnvægi“?
 • líða betur?
 • auka lífsgleði?
 • verða heilbrigðari?
 • sofa betur?
 • léttast eða þyngjast?
 • upplifa aukna orku yfir daginn?
 • skapa nýjar venjur í átt að betri heilsu?
 • fræðast um heilbrigt mataræði?
 • minnka bólgur?
 • minnka uppþembu?
 • minnka „cravings“?
 • verða betri íþróttamaður/íþróttakona?
 • verða sterkari?
 • verða betri foreldri/maki/félagi?
 • aðstoð við að festa nýjar venjur í sessi?
 • aðstoð við annað tengt betri heilsu?