logo
HeilsuErla
Uppskriftir
Ferskt rækjusalat HeilsuErlu
01 / 07 /2021
deila
Ferskt rækjusalat HeilsuErlu

Þetta ferska rækjusalat er einstaklega gott á ristað súrdeigsbrauð eða hrökk-kex HeilsuErlu.

Ferkst rækjusalat HeilsuErlu


Hráefni
  • 400gr rækjur
  • 1 rauð papríka
  • 225gr frosnar gular baunir
  • 1 dós (180gr) sýrður rjómi
  • 1 msk majónes (má sleppa)
  • 2 tsk karrý
  • Krydd eftir smekk, t.d. sítrónupipar og hvítlaukssalt
Aðferð

1. Afþýðið rækjurnar og leggið á eldhúspappír til þerris. 2. Velgið frosnu baunirnar í potti, helst með smá íslensku smjöri. Látið kólna. 3. Skerið papríkuna smátt 4. Blandið vandlega saman sýrðum rjóma, majonesi og kryddum. 5. Bætið rækjum, papríku og gulum banum út í og blandið öllu saman. 6. Njótið!