logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Frumnæring og næring á disknum
25 / 03 /2021
deila
Frumnæring og næring á disknum

Það er ekki nóg að borða bara gulrætur og grænkál til þess að öðlast góða heilsu. Til þess að finna jafnvægi í lífinu þarf að huga að frumnæringu sem felst í okkar daglegu athöfnum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að staldra við og endurskoða samskipti, atvinnu, hreyfingu, andlegt jafnvægi og fleira.

Við vanmetum oft þessa þætti, teljum ekki til næringar og veitum því sjaldnast athygli hvernig okkur líður. Ef við viljum bæta heilsuna þurfum við að skoða alla þætti sem hafa áhrif á hana og meta hvar við erum í ójafnvægi. Það er nefnilega oftast þannig að ef við erum í ójafnvægi á einu „sviði“ smitar það yfir á annað og okkur líður ekki nóg vel andlega og líkamlega. Það er t.d. þekkt af ef þú ert í sambandi sem gengur á afturfótunum eða óánægð/ur í vinnunni er líklegra að þú huggir þig með óhollum mat, vímuefnum eða öðru sem hefur neikvæð áhrif á heilsuna. Með því að vinna í þeim þáttum sem eru raunverulega að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar finnum við smám saman jafnvægi á öllum vígstöðvum.

Þó svo að frumnæringin sé mikilvægust þá er að sjálfsögðu líka mikilvægt að velja góða næringu á diskinn. Hér eru nokkrir punktar sem geta auðveldað þér að borða betur:

  • Veldu bestu næringuna fyrir þig og hlustaðu á líkamann.
    Hvenær líður þér vel og hvenær illa eftir máltíð? Er mögulega eitthvað sem þú ert að borða sem fer illa í þig. Þá er líkaminn þinn mögulega að reyna að segja þér eitthvað.
  • Borðaðu regnbogann.
    Gamla góða reglan um 5 ávexti/grænmet á dag á vel við.
  • Borðaðu mat en ekki matarlíki.
    Því minna sem vara er unninn því betra. 5 innihaldsefni eða færri í vöru er ákjósanlegt. Helst engin innihaldslýsing eins og í ávöxtum, grænmeti, kjöti, fiski, hnetum o.fl.
  • Lestu innihaldslýsingar á því sem þú kaupir.
    Ef þú þekkir ekki innihaldsefnin í vörunni ættir þú helst að sleppa því að borða hana. Oft er varla hægt að bera fram sum orðin.
  • Minnkaðu viðbættan sykur.
    Innihaldsefnum er raðað í röð eftir magni, ef sykur er framarlega í innihaldslýsingunni er mikið af honum.
  • Gervisæta er oft enn verri enn sykur.
    Hún platar heilann og hann fer að biðja um meira.
  • Drekktu vatn.
    Ég mæli með að sleppa söfum og orkudrykkjum því það eru óþarfa hitaeiningar sem fara hratt í gegnum líkamann og við verðum strax svöng aftur.
  • 90-10 reglan.
    Heilbrigðar venjur snúast um það sem þú borðar 90% af tímanum en ekki þessi 10% sem þú leyfir þér. Njóttu þess að gera vel við þig af og til.
  • Skipulegðu fyrirfram kvöldmat fyrir alla vikuna.
    Það auðveldar innkaup og minnkar líkur á því að þú grípir í skyndibita.