logo
HeilsuErla
Uppskriftir
Gulrótarköku næturhafrar
02 / 04 /2021
deila
Gulrótarköku næturhafrar

Elskar þú gulrótarköku? Þá verður þú að prófa þennan kalda hafragraut. Sniðugt er að gera nokkrar krukkur í einu og eiga í ísskápnum. Hann er sérstaklega góður í morgunmat og hentar vel að grípa með þér ef þú ert á hraðferð.

Gulrótarköku næturhafrar


Hráefni
  • ½ bolli tröllhafrar
  • 1 rifin gulrót
  • 1 msk. chia fræ
  • 1 msk. kókósmjöl
  • 1 tsk. kanill
  • 1 msk. rúsínur
  • vatn eða möndlumjólk eftir smekk
Aðferð

Allt sett í krukku, blandað vel saman og geymt í ísskáp yfir nótt.