Sem heilsumarkþjálfi hef ég það að leiðarljósi að aðstoða einstaklinga og hópa við að bæta heilsu sína til frambúðar og auka lífsgæði. Þegar ég heyrði af starfsemi Greenfit var ég strax heilluð því að þau vinna á afar faglegan hátt að því að aðstoða bæði íþróttafólk og almenning við að hámarka heilsuna og fyrirbyggja heilsubrest. Hjá Greenfit getur þú farið í alsherjar mat á heilsunni, nokkurs konar ástandsskoðun. Það er undarlegt að við virðumst ekki hika við að fara með bílinn okkar í ástandsskoðun árlega en einhverra hluta vegna þá finnst okkur meira mál að fara sjálf í slíka ástandsskoðun.
Áhugasamir geta fylgt Greenfit á Instagram
Fyrir skömmu fór ég í ástandsskoðun hjá Greenfit. Um var að ræða grunnefnaskiptamælingu, álagspróf á hlaupabretti, mælingu á lungnarýmd og blóðmælingu. Eigendurnir Már Þórarinsson og Lukka Pálsdóttir tóku vel á móti mér og útskýrðu svo niðurstöðurnar vandlega fyrir mér að rannsókn lokinni.
Ég lærði mikið af þessari ástandsskoðun, t.d. á hvaða álagi (% af púls) ég á að æfa til að hámarka heilsu mína og hvernig er best að æfa til þess að ná hámarksárangri í minni íþrótt. Það var gert með því að skoða hámarks súrefnisupptöku, mjólkursýruþröskulda og hámarks fitubruna. Þannig er hægt að finna út hvaða líffræðilega kerfi er takmarkandi þáttur í minni þjálfun. Mér þótti einnig áhugavert að sjá hver grunnbrennsla mín er á sólarhring og hvernig hlutföll kolvetna og fitu skiptast í grunnbrennslu.
Áhugaverðast þótti mér að fara yfir niðurstöðurnar úr blóðprufunni en þar voru mældir ýmsir þætti sem hafa áhrif á heilsuna eins og langtíma blóðsykur, blóðfita, lifrargildi, staða vítamína og steinefna, bólgur og fleira. Ég verð að viðurkenna að mér var afar létt þegar Lukka fór yfir niðursöðurnar með mér, allt leit glimmrandi vel út og HeilsuErla getur borið nafn með rentu. Ástæða þess að ég hafði smá áhyggjur var sú að síðan ég lenti á smá hraðahindrun í vor þá hef ég ekki hugsað alveg jafn vel um heilsuna eins og áður. En það sýndi sig að ég hafði gert úlfalda úr mýflugu og mun halda áfram að gera það sem ég geri vel og veit nú hvað ég þarf að bæta til þess að hámarka heilsuna.
Margir halda að mælingar eins og þessar séu eingöngu fyrir íþróttafólk en það er alls ekki þannig. Allir sem vilja bæta heilsuna ættu að fara í ástandsskoðun, t.d. ef þeir vilja auka lífsgæðin, lifa lengur, sofa betur eða vera hraustari.
Á heimasíðu Greenfit má lesa nánar um hverja mælingu fyrir sig og bóka tíma. Mælingarnar þeirra ættu að vera fastur liður í heilsueflingu okkar árlega, því eins og þau segja hjá Greenfit: