logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Heilsa er ferðalag
01 / 09 /2021
deila
heilsa er ferðalag ekki áfangastaður

Heilsa er ferðalag....

...ekki áfangastaður.

Mig grunar að mörg ykkar hafi á einhverjum tímapunkti fylgt ,,tískubylgjum“ í mataræði, hreyfingu eða öðru heilsutengdu. Hver hefur ekki tekið þátt í fjögurra vikna mataræðisáskorun, sykurlausum september, sex vikna átaksnámskeiði í ræktinni, fimm daga hreinsun eða ananaskúrnum o.s.frv. Ég er ekki að segja að þessi atriði séu gagnslaus. Sum þeirra geta verið frábær leið til þess að hrinda breytingum af stað og verið hvetjandi, en fyrir mér er heilsa svo miklu meira en nokkurra vikna ,,tískubylgja“. Heilsa er ferðalag!

Heilsuferðalag okkar snýst um að gera smám saman breytingar á lífsstílnum. Góð heilsa er afrakstur allra þeirra ákvarðanna sem við tökum daglega og þeirra venja sem við temjum okkur í lífinu. Allt snýst þetta um að taka stjórn á eigin heilsu og gera uppbyggilegar breytingar.

Heilsuferðalag hvers og eins er einstakt og það er mikilvægt að njóta ferðalagsins en ekki flýta sér á ímyndaðan „áfangastað“ með skyndilausnum.