logo
HeilsuErla
Heilsumolar
Heilsumoli með Heklu Aðalsteins
07 / 08 /2021
deila
Hekla Aðalsteinsdóttir flugfreyja hjá Icelandair

Ég kynntist Heklu þegar ég starfaði sem flugfreyja hjá Icelandair. Þeir sem þekkja Heklu eru líklega allir sammála mér um að það birtir til þegar Hekla mætir með sitt breiða og smitandi bros, alltaf svo jákvæð og peppandi.

Hekla er ein af mínum mestu heilsufyrirmyndum, hún er hreystið uppmálað og hugar vel að heilsu sinni. Ég ætla að verða eins og Hekla þegar ég verð ,,stór"!

Hver er Hekla Aðalsteinsdóttir?

Hekla er 3ja barna móðir, 2ja barna stjúpa og amma sem hefur alltaf haft mikin áhuga á hreyfingu, æfði á yngri árum handbolta og fótbolta en eftir að ég varð fullorðin fór ég í Boot camp, Crossfit og er núna að æfa hjá Mjölni.

Hvað er góð heilsa fyrir þér?

Að vera í góðu jafnvægi andlega, líkamlega og félagslega og geta gert allt sem mér finnst skemmtilegt, t.d. leikið við barnabarnið eins og ég lék við börnin min, gengið á fjöll og æft eins og mig langar.

Átt þú þér fyrirmynd/ir hvað varðar heilsu?

Ekki einhverja eina fyrirmynd sérstaklega en fullt af fyrirmyndum allt í kringum mig, bæði æfingafélagar, þjálfarar og vinir.

Hvernig ferð þú að því að halda þér svona hraustri og unglegri?

Hahaha, ég borða hollt og fjölbreytt, er alæta og finnst allur matur góður. Ég hreyfi mig, hugsa vel um sjálfa mig og drekk vatn. Einnig er mjög mikilvægt að fá góðan svefn. Hollt mataræði, hreyfing og svefn. Þessi þrenna er mjög mikilvæg!

Hvað myndir þú ráðleggja yngri þér?

Að maður getur alltaf gert aðeins betur eða tekið auka skref í hverju sem er, því maður á alltaf meira inni.

Hver er uppáhalds morgunmaturinn þinn og afhverju? Viltu deila ,,uppskrift” með lesendum?

Ég elska morgunmatinn sem ég borða alltaf eftir æfingu eða um kl.11.30

Morgunverður Heklu


Hráefni
  • Feel Iceland Collagen 12 gr
  • Súkkulaði skyr 154 gr
  • Möndlumjólk 53 gr
  • Allbran 20 gr
  • Frosin bláber 48 gr
  • Frosin hindber 40 gr
  • Banani 40 gr
Aðferð

Allt sett í skál, svo er bara að borða og njóta!

Áttu þér Uppáhalds mottó/quote?

Komdu fram við fólk eins og þú vilt að sé komið fram við þig, með virðingu.

Hvernig hugar þú að heillsunni þinni í flugfreyjustarfinu þar sem vinnutíminn er mjög óreglulegur?

Ég reyni að halda rútínu eins og ég mögulega get og halda inni hreyfingu, eins og þegar ég er í USA þá geng ég mjög mikið. Ég lít að það sem hvíld frá æfingum og tel jafn mikilvægt að fá hvíld eins og að æfa.

Er eitthvað annað sem þig langar að segja eða koma á framfæri?

Mér finnst að við ættum að koma inn meiri hreyfingu og hollari fæðu í skólana, ég held að börn væru mun hamingjusamari ef þau hreyfðu sig meira á daginn og þeim gengi betur í námi. Það eru ekki öll börn sem fara í íþróttir eða aðra hreyfingu eftir skóla og þess vegna væri frábært að virkja þau á skólatíma.