logo
HeilsuErla
Heilsumolar
Heilsumoli með Ragnheiði Söru
06 / 06 /2021
deila
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir eða Sara eins og hún er oftast kölluð er ein af stærstu fyrirmyndum mínum og dætra minna. Hennar lífslgleði, bjarta bros og jákvæða sýn á lífið er bráðsmitandi. Hún er sífellt tilbúin að leggja á sig það sem þarf hverju sinni til þess að verða betri í dag en í gær og hefur einstaklega jákvæð áhrif á aðra í leiðinni.

Sara er nýbúin að vera í viðtali hjá hinum frábæra Snorra Björns og ég hvet ykkur til að fara út að ganga eða skokka og hlusta á þessa snillinga í leiðinni og þið munið koma inn líkamlega og andlega endurnærð!

Hægt er að fyljgast með Söru á Instagram en þar er hún er með 1.8 milljón fylgjendur. Þrátt fyrir það að hafa í nógu að snúast með æfingum, endurhæfingu, námi og öðru gaf Sara sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur HeilsuErlu. TAKK!

Hver er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir?

28 ára gömul mær úr Njarðvíkunum, sem hefur staðið sig ágætlega í Crossfit síðustu 7 ár og stundar einnig nám í Háskóla í London þar sem hún er komin langleiðina með að næla sér í BS gráðu í Sálfræði.

Hvað er góð heilsa fyrir þér?

Góð heilsa fyrir mér er bæði andleg og líkamleg. Góð heilsa er að finna jafnvægi í því að borða holla fæðu, hreyfa sig án þess að fara yfir strikið þannig að venjulegu hlutirnir byrja að vera erfiðir t.d að geta ekki gengið upp stiga af því að hnéið er slæmt.

Átt þú þér fyrirmynd/ir hvað varðar heilsu?

Já margar! Ég heillast mjög mikið af Söru Björk Gunnars, hún er með keppnisskapið á hreinu en kann samt að skemmta sér lika.

Hvaða venja eða venjur sem þú hefur tamið þér myndir þú segja að væru þær mikilvægustu til þess að lifa heilbrigðu lífi?

Æfa reglulega, borða 90% holla fæðu en leyfa sér líka og bara njóta þess smá að lifa.

Hvað myndir þú ráðleggja yngri þér? (þ.e. hvað hefur lífsreynslan kennt þér sem þú vildir að þú hefðir vitað)

Hafðu trú á þér og ekki gefast svona auðveldlega upp.

Hver er uppáhalds morgunmaturinn þinn og afhverju? Viltu deila ,,uppskrift” með lesendum?

Ég er algjör morgunmatar kona og ég var einmitt að deila uppskrift af uppáhalds morgunnmatnum mínum ("Mollari") og aðferð á instagraminu mínu.

Mollari


Hráefni
  • 30gr hafar
  • Kanill eftir smekk
  • Heitt vatn
  • 7gr chia fræ
  • 7gr hemp fræ
  • 20gr þurrkuð mórber
  • 30gr próteinduft
  • 130gr jarðarber
  • 100ml kókosmjólk
  • 20gr Coconut almond date butter
Aðferð

Setjið hafra, smá kanill og sjóðandi heitt vatn í krukku og bíðað þar til blandan kólnar. Bætið svo við chia fræjum, hemp fræjum, þurrkuðum mórberjum, próteindufti, jarðarberjum og kókóksmjólk í krukkuna. Hristið vel og vandlega og toppið með coconut almond date butter. Njótið!


Ef þú fengir ofurkraft (superpower) í einn dag, hvaða ofurkraftur yrði fyrir valinu og afhverju?

úffffff......... held það væri að geta lesið hugsanir!!

Áttu þér uppáhalds mottó/quote?

She believed she could so she did

Er eitthvað annað sem þig langar að segja eða koma á framfæri?

Bara takk fyrir mig!!