logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Hvað er bandvefslosun?
12 / 05 /2021
deila
Hvað er bandvefur og bandvefslosun?

Fyrir skömmu lauk ég kennaranámskeiði í bandvefslosun og er nú með réttindi til að kenna svo kallað Body Reroll.

Body Reroll er nýtt æfingakerfi sem hjálpar þér að líða betur í eigin líkama. Þetta æfingakerfi hentar öllum, allt frá byrjendum til afreksfólks í íþróttum. Í Body Reroll eru notaðir boltar til þess að nudda auma vöðva og bandvef líkamans auk þess sem gerðar eru liðkandi æfingar og teygjur.

Hvað er bandvefur?

Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu.

Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef. Til dæmis getur stífni í herðablaði leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og læri getur haft mikil áhrif á bakið.

Hvers vegna bandvefslosun?

Bandvefslosun hjálpar til við að:
• draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu
• auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika
• bæta líkamsstöðu
• undirbúa líkamann fyrir átök
• draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt

Ég býð upp á einkatíma í bandvefslosun og tíma fyrir litla hópa. Áhugasamir geta sent mér tölvupóst á erla@heilsuerla.is. Einnig er hægt að finna upplýsingar um bandvefslosun á heimasíðu Heklu Guðmundsdóttur sem hannaði æfingakerfið Body Reroll eftir margra ára reynslu af bandvefslosun. Einnig á Facebook og Instagram.