logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Hvers vegna er góður svefn mikilvægur?
05 / 10 /2021
deila
Svefn

Þegar við sofum hvílist líkaminn og endurnýjar sig, taugakerfið endurnærist og ef við sofum of lítið eða illa skerðist andleg geta okkar til muna. Ónógur svefn hefur margvísleg áhrif á heilsuna. Auk þess að vera þreyttur og eiga erfitt með að sinna daglegum störfum hafa margir sjúkdómar verið tengdir skertum svefni, m.a. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar, hár blóðþrýstingur, Alzheimers og þunglyndi.

Hvers vegna er góður svefn mikilvægur?

Þegar við sofum hvílist líkaminn og endurnýjar sig, taugakerfið endurnærist og ef við sofum of lítið eða illa skerðist andleg geta okkar til muna. Ónógur svefn hefur margvísleg áhrif á heilsuna. Auk þess að vera þreyttur og eiga erfitt með að sinna daglegum störfum hafa margir sjúkdómar verið tengdir skertum svefni, m.a. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar, hár blóðþrýstingur, Alzheimers og þunglyndi.

Rannsóknir hafa sýnt að 7-9 klukkustunda svefn er öllum nauðsynlegur. En það er ekki bara lengd svefns sem skiptir máli heldur gæðin. Þú þarft ekki stafrænt úr til þess að segja þér hvað þú svafst mikið. Að vakna úthvíld/úthvíldur er merki um góðan nætursvefn. En ef þú vilt bæta svefninn er gott að hafa eftirfarandi í huga.

  1. Hafðu rútínu á svefni. Farðu alltaf að sofa á svipuðum tíma. Þannig heldur þú líkamsklukkunni í „réttum takti“ og munt eiga auðveldara með að sofna.
  2. Raftæki stuttu fyrir svefn hafa neikvæð áhrif á lengd og gæði svefns. Reyndu að slökkva á öllum raftækjum a.m.k. 1 klst. áður en þú leggst á koddann.
  3. Drekktu koffín í hófi. Koffín er lengi að fara úr líkamanum og „platar“ heilann, sem heldur að við séum ekki þreytt.
  4. Sofðu í dimmu og svölu herbergi. Ég nota t.d. svefngrímu þegar mér finnst of bjart og stundum eyrnatappa til þess að útiloka umhverfishljóð.
  5. Ef þú átt erfitt með að sofna þá er gott að muna að hvíld er betra en ekkert. Það gerir bara illt verra að vera að „stressa“ sig yfir því að geta ekki sofnað.

Ef þú hefur áhuga á því að dýpka þekkingu þína á svefni mæli ég eindregið með því að lesa bókin Why we Sleep eftir Matthew Walker. Hún er einnig fáanleg á íslensku og heitir Þess vegna sofum við. Bókin fæst í bókabúðum, ýmsum matvöruverslunum og svo er hægt að hlusta á hana á Storytel.

Sofðu rótt- kveðja Erla