Njóttu hátíðanna! Þetta snýst ekki um hvað þú borðar milli jóla og nýárs heldur hvað þú borðar milli nýárs og næstu jóla.
Á þessum árstíma er oft mun meira af freistingum í kringum okkur, konfekt, smákökur og alls kyns gotterí og þá er einfaldlega líklegra að við borðum meira af því en áður. Þá er bara að vera meðvitaður um það en ekki að banna sér allt!
Njóttu hátíðanna! Þetta snýst ekki um hvað þú borðar milli jóla og nýárs heldur hvað þú borðar milli nýárs og næstu jóla. Þetta snýst um stöðugleika og að borða yfirleitt holla og góða fæðu en að leyfa sér af og til (80/20 reglan). Það sama á við um jólin og þó að við leyfum okkur aðeins meira en venjulega á slíkum dögum þá þýðir ekkert að hafa samviskubit (matviskubit) yfir því og fara alveg í mínus og ætla svo ekkert að borða í janúar. Það gerir bara illt verra.
Ef þú vilt samt sem áður huga að heilsunni yfir hátíðirnar þá skaltu hreyfa þig reglulega, fara í göngutúr eftir mat, borða eitthvað holt á undan gotteríinu til þess að fóðra magan (t.d tómat, harðfisk eða hnetur á undan konfektinu) því að það hægir á upptöku kolvetna og minnkar blóðsykursveiflur.
Mundu að borða líka hollan mat en leyfðu þér bara að NJÓTA jólakræsinganna. Hafðu gaman, vertu með fjölskyldu og vinum, borðaðu góðan mat og hlægðu mikið og nærðu þannig félagslegu heilsuna.
Njótum hvers bita og borðum í núvitund! Þá ósjálfrátt borðum við aðeins minna, í stað þess að skófla ofan í okkur í meðvitundarleysi.
Gleymdu svo ekki að gefa þér tíma fyrir þig, gerðu eitthvað sem nærir þig andlega hvort sem það er að púsla, slaka á, lesa bók, hlusta á hljóðbók, vera úti í náttúrunni, elda, mála eða eitthvað allt annað.
Gleðilega hátíð!
p.s. fylgdu HeilsuErlu á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpið!