logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Júlí hugleiðingar HeilsuErlu
05 / 07 /2022
deila
Hvað lætur þér líða ve? Náttúra og hlaup

Hefur þú gefið þér tíma nýlega til þess að hugleiða hvað það er sem virkilega og lætur þér líða innilega vel?

Ef svarið er nei mæli ég með því að þú gefir þér 5 mínútur, setjist niður með blað og penna þar sem engin truflun er og skrifir niður nokkur atriði sem veita þér gleði og ánægju. Hvað nærir þig andlega? Hvað nærir þig félagslega? Hvað nærir þig líkamlega?

Ekki láta þar staðar numið heldur framkvæmdu eitt af þessum atriðum, helst Í DAG!

Oft eru það litlu hlutirnir í kringum okkur sem við erum jafnvel farin að taka sem sjálfsögðum sem gleðja okkur mest og veita okkur um leið innri ró.

Eitt af því sem veitir mér mikla ánægju þessa dagana er náttúran. Fallegu litirnir, góða lyktin, fuglasöngurinn, hreina íslenska loftið og sú dásamlega tilfinning sem fylgir því að gleyma hversdagsleikanum í smá stund og finnast ég vera komin inn í málverk eða ævintýri.

Þessar myndir sem teknar voru í Hólmsheiðarhlaupi Ultraform og Fram fyrir skömmu fanga skemmtilegt augnablik og endurspegla þá gleði og það þakklæti sem ég upplifi á stundum sem þessum.

Ég nærist andlega, líkamlega og félagslega!

Hvað nærir þig og hvað ætlar þú að gera í því?