logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Nærandi nóvember 2023
15 / 10 /2023
deila
Nærandi nóvember, andleg heilsa, likamleg heilsa, félagsleg heilsa

Vertu með í Nærandi nóvember. Fylgstu með daglega á Instagram story hjá Heilsu Erlu.

Nóvember er dimmur mánuður fyrir marga og því er tilvalið að gera eitthvað uppbyggilegt til þess að létta lundina. Taktu þátt í Nærandi nóvember þar sem þú færð dagleg heilræði eða verkefni til þess að næra líkama og sál. Náðu í dagatalið hér!

Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan. Þó að það sé afar mikilvægt að hreyfa sig, sofa nóg og næra sig vel með hollum og góðum mat er jafn mikilvægt að sinna frumnæringunni sem felst meðal annars í samskiptum við okkar nánustu, félagslegum tengslum, almennri gleði og andlegri næringu. Við getum sinnt þessum þáttum heilsunnar með nærveru okkar, með því að hrósa, með jákvæðu sjálfstali og gera góðverk. Oft þarf ekki mikið til þess að koma brosi á varir einhvers eða hlýju í hjarta en það getur hins vegar haft gríðarlega jákvæð og langvarandi áhrif.

Fyrir fimm árum fór ég af stað með 100 hrósdaga á Facebook sem var afar vel tekið og fyrr á þessu ári hélt ég úti hrósviku á Instagram. Það virðast margir kunna að meta þessar litlu daglegu áminningar og því kviknaði hugmyndin að Nærandi nóvember haustið 2021 sem var svo endurtekið 2022 vegna fjölda áskorana.

Ég hvet ykkur til þess að vista dagatalið Nærandi nóvember á skjáborðið á tölvunni, spjaldtölvunni eða símanum eða prenta það út og setja á góðan stað þar sem allir sjá. Einnig er tilvalið að senda það á alla þá sem þið vitið að munu hafa gagn og gaman að.

Nærandi nóvember verða svo gerð góð skil á Instagram alla daga mánaðarins þar sem ég fer betur yfir heilræði eða verkefni hvers dags í Story.

Nærandi kveðja, Erla