logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Næringarþjálfun - viðtal við Erlu hjá Jump Ship Nutrition
31 / 03 /2021
deila
Jump Ship Nutrition viðtal

Ég fór í viðtal hjá Katie Boshko hjá Jump Ship Nutrition þar sem ég ræddi um næringarþjálfun, bakgrunn minn og hvernig má bæta árangur sinn með betri næringu og mataræði.

Ef þú ert áhugasöm/ áhugasamur um næringarþjálfun mæli ég með að horfa á þetta viðtal sem Katie Boshko hjá Jump Ship Nutrition tók við mig. Við ræddum um næringarþjálfun, bakgrunn minn og hvernig má bæta árangur sinn með betri næringu og mataræði.

Sagan mín

Ég er með mastersgráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík og hef ávallt haft áhuga á þjálfun og öllu því tengdu. Ég lauk svo eins árs námi í Heilsumarkþjálfun vorið 2020 og meðfram náminu fór ég að gera „tilraunir“ á sjálfri mér til þess að bæta heilsu mína andlega og líkamlega. Mér tókst nokkuð vel til og fann að mér fór smátt og smátt að líða betur með því að gera litlar breytingar á venjum. Ég var komin með meiri rútínu á svefn og hreyfingu, var meðvitaðri um áhrif samskipta og félagslegra tengsla á heilsuna og leið nokkuð vel. En verandi íþróttakona langaði mig að fræðast meira um næringuna á disknum og ná betri tökum á mataræðinu. Ég skráði mig því í næringarþjálfun hjá Jump Ship haustið 2020 með það að markmiði að ná enn betra jafnvægi í lífinu og auka heilsu mína ásamt því að verða betri í minni íþrótt, CrossFit. Ég skráði mig einnig í nám í næringarþjálfun hjá Precision Nutrition á sama tíma.


Til þess að gera langa sögu stutta þá gekk þjálfunin það vel (og ég þar að auki með bæði menntun og reynslu) að mér var boðin vinna hjá Jump Ship Nutrition við að aðstoða íþróttafólk með mataræði sitt. Síðastliðið ár hef ég boðið upp á heilsumarkþjálfun hjá HeilsuErlu og frá áramótum, næringaþjálfun hjá Jump Ship.

Þér er velkomið að hafa samband við mig á erla@heilsuerla.is ef þig vantar aðstoð með næringuna á disknum.