logo
HeilsuErla
Uppskriftir
Rauðrófusalat
31 / 03 /2021
deila
Mynd af hráefnum og rauðrófusalati.

Rauðrófusalatið er ótrúlega einfalt og fljótlegt og er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Það geymist vel í kæli í nokkra daga og passar með næstum öllum mat.

Rauðrófusalat


Hráefni
  • 1 rauðrófa
  • 1-2 epli
  • 1 lime
Aðferð

Flysjið rauðrófu og epli og rífið svo með rifjárni eða í matvinnsluvél. Kreistið lime yfir og blandið vel. Geymist vel í kæli í nokkra daga.