logo
HeilsuErla
Reynslusögur
Reynslusaga BB
01 / 02 /2022
deila
Reynslusaga

Ég var semsagt búin að lenda í nokkrum meiðslum og þurfti að koma mér aftur af stað í hreyfingu en vissi ekki hvar ég átti að byrja. Ég heyrði fyrst af þjálfunninni hjá Erlu í gegnum sameiginlega vinkonu okkar en ég var búin að þekkja Erlu í nokkur ár og vissi hversu mikið hún er lærð í þessum málum. Ég sendi henni tölvupóst og stuttu eftir það byrjaði ég hjá henni í þriggja mánaða heilsumarkþjálfun.

Í heilsumarkþjálfun hjálpaði hún mér að setja fram raunhæf markmið fyrir hverja viku og passaði uppá það að ég færi ekki of geist af stað. Við hittumst alltaf á tveggja vikna fresti í smá göngutúr og fórum yfir stöðuna sem var mjög gott. Erla var alltaf svo jákvæð, uppbyggjandi og var einhvernvegin alltaf með lausnir þegar ég spurði hana spurningum og svo var alltaf hægt að senda henni skilaboð í gegnum Whats app og hún var mjög fljót að svara til baka.

Eftir þessa þrjá mánuði var ég komin vel af stað og þá bætti ég öðrum þremur mánuðum í næringarþjálfun hjá henni. Í næringarþjálfunninni var Erla með fullt af hugmyndum af góðum máltíðum og einnig millimálum. Við einbeittum okkur þar að því að reyna fá í hverri máltíð fitu, prótein, grænmeti (trefjar) og kolvetni. Í næringarþjálfunninni fyllti ég út matardagbók og svo heyrðumst við í gegnum síma einu sinni í viku og fórum yfir matarbókina sem hélt manni vel við efnið. Ég mæli hiklaust bæði með heilsumarkþjálfunninni og einnig næringaþjálfuninni hjá Erlu.