logo
HeilsuErla
Reynslusögur
Reynslusaga Rögnu
29 / 03 /2021
deila
Reynslusögur

Eftir að ég byrjaði að hitta þig fór ég að gefa mér sjálfri meiri gaum og meira svigrúm. Ég er betur meðvituð um það góða sem ég geri og hrósa mér fyrir það – og þegar mér líður illa, þá sýni ég því skilning. Ég leyfi mér að vera ég – bæði í gleði og sorg.

Hvað mér finnst ég lánsöm að hafa kynnst Erlu – og ekki minnkaði lánið þegar hún útskrifaðist sem heilsumarkþjálfi.

Í byrjun, þegar ég setti mér markmið, hugsaði ég nær einungis um þau sem snéru að hreyfingu og vegalengdum og tímamörkum. En á mínum stað, andlega og líkamlega, voru þau ekki endilega tímabær eins og Erla benti svo fallega á (fallega því hún er alltaf svo uppbyggileg). Það tók mig bara svolítinn tíma að uppgötva það.

Í samskiptum okkar hefur Erla náð að sá fræjum sem hafa hvatt mig til mikillar sjálfsskoðunar og sjálfsvirðingar. Í gegnum tíðina hef ég verið dugleg að hrósa öðrum en gleymt mér sjálfri, séð það góða í öðrum en gagnrýnt mig. Ég hef ætlast til meira af mér en nokkrum öðrum og geri reyndar enn, en kröfurnar eru sanngjarnari. Eftir að ég byrjaði að hitta Erlu fór ég að gefa mér sjálfri meiri gaum og meira svigrúm. Ég er betur meðvituð um það góða sem ég geri og hrósa mér fyrir það – og þegar mér líður illa, þá sýni ég því skilning. Ég leyfi mér að vera ég – bæði í gleði og sorg.

Sjálfsskoðunin hefur líka leitt mig á nýjar og áður ókunnar slóðir og sett hlutina í meira samhengi en áður. Ég hef vitað af sorginni sem ég er að ganga í gegnum en ég komst að því, mér til mikillar furðu, að djúpt í undirmeðvitundinni leynist reiði sem er búin að fá að krauma þar í nokkur ár. Ekki skrýtið þó lifrin sé þreytt og ég með höfuðverk. Ég er byrjuð að gera upp reiðina, skrifa mig frá henni, en sorgin kemur til með fylgja mér áfram.

Eftir þessa tímamótauppgötvun um álagið á lifrina er ég komin með nýtt aðalmarkmið – koma lifrinni í lag. Þegar mér tekst það (og jafnvel á leiðinni), með hjálp Erlu, er ég viss um að höfuðverkurinn fari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér í liði að markmiðum, hver svo sem þau eru. Þessi fræ sem hún sáir og gefa af sér nýjar uppgötvanir, þessi eftirfylgni, þessi stuðningur og þessi óendanlega væntumþykja gera það að verkum að ég veit að verkefnið „lifrin í lag“ verður leikur einn. Hún gerir einhvernveginn allt betra.

Hlakka til áframhaldsins.

Takk fyrir allt.

Kveðja, Ragna