logo
HeilsuErla
Uppskriftir
Uppáhalds millimál HeilsuErlu
31 / 07 /2021
deila
Millimál með kotasælu, grískri jógúrt, möndlum og berjum

Þetta millimál er próteinríkt og dásamlega braðgott og ég fæ bara ekki leið á því! Það þróaðist þegar ég var að vinna sem flugfreyja og fór að gera tilraunastarfsemi með nesti. Það er bæði fljótlegt, hollt og ljúffengt og því varð það oft fyrir valinu. Auðvelt að skella í krukku eða box og grípa með sér.

Uppáhalds millimál HeilsuErlu


Hráefni
  • 100gr Kotasæla
  • 100 gr Grísk jógúrt
  • handfylli af ferskum bláberjum (eða frosnum hindberjum sem hafa þiðnað aðeins)
  • c.a. 10 tamaríristaðar möndlur
Aðferð

Blandið saman vandlega jöfnum hlutföllum af grískri jógúrt og kotasælu. Setjið svo bláber og möndlur ofan á og njótið!