logo
HeilsuErla
Hlaðvarp
Viðtal í Heilsuvarpinu- hlaðvarpi Röggu nagla
21 / 03 /2025
deila
Heilsuvarpið, Ragga nagli, HeilsuErla, viðtal

Heilsuvarpið- spjall hjá Röggu nagla

Fyrir skömmu var mér boðið í spjall til Röggu nagla í hlaðvarpið hennar Heilsuvarpið.. Við áttum mjög gott spjall og áhugsamir geta hlustað hér.

Ég þakka Röggu nagla fyrir sýndan áhuga og fyrir þessi fallegu orð sem fylgja þættinum:

,,Hin frábæra flotta Erla Guðmundsdóttir íþróttafræðingur og markþjálfin, eða HeilsuErla eins og hún er betur þekkt, kíkti í spjall í Heilsuvarpið.Þar talaði hún um sína reynslu af kulnun og örmögnun, og hvaða verkfæri, tæki og tól hún nýtti sér til að minnka streituna í sínu lífi og mjaka sér úr ofurvakandi taugakerfi. Eins tókum við á algengum mýtum og misskilningi í heilsubransanum, í mataræði og æfingum og ræddum þær í þaula og komum með okkar álit og skoðun.Erla heldur úti hlaðvarpinu 'Með lífið í lúkunum' þar sem hún hefur farið eins og stormsveipur um öldur ljósvakans og fengið til sín fjölmarga sérfræðinga á sínu sviði og rætt um allskonar heilsutengt."